Nature is not only encompassing it also resides in us preventing us from distinguishing clearly between outer reality and inner perception. This is why Hrafnkell Sigurðsson is preoccupied with nature as the one who realizes that he belongs to it completely. He pitches his cusped, prominent tents – foreign elements in style of symmetric space laboratories or oriental pagodas – in front of the snow-white surroundings. His whimsicality towards nature is characterized by a provocative boldness whereas the surroundings cannot assume his orderliness and must consent to a position of a neutral background to his staging. Our inner nature is however amply revealed in Buchers´ Duel, a video of two symmetric butchers, holding on to hooks in mid-air as fighting Samurais dressed in pastel coloured freezing plant outfit against a black background, ready to attack one another with long daggers, which however never touch.
Another challenge appeared in 2024 in form of Aerials, as continuation of Freeze Frame, a video loop installation on five LED screens exhibited in Ásmundarsalur, Reykjavik, in 2020. Both series are the result of innumerable climbing to the summit of Mount Skálafell, dating back to 2017, where the snow laid aerials and the sculptor’s supporting iron rods covered in clay seems obvious. The difference is that Hrafnkell is not involved with the modeling but satisfies himself with documenting the attacking snowdrift, the result of nature’s elements thus approaching creation itself yet avoiding any appropriation of its product.
Hrafnkell Sigurðsson (b. 1963) lives and works in Reykjavik. He graduated as Master of Arts from the Goldsmiths College in London, in 2002, after studies at the Jan van Eyck Academy in Maastricht, 1988-1990, and the Icelandic College of Arts and Crafts, 1987. According to himself, he provides the structure on which nature relies, photographs it and processes in a computer, partly assisted by artificial intelligence. The human hand, nature’s elements and digital technology are combined in a complete process where the final result appears in the form of photographs.
LOFTNET
Náttúran er ekki bara allt um lykjandi heldur leynist hún sömuleiðis innra með okkur og hindrar okkur í að draga skörp skil milli ytri veraldar og innri vitundar. Þess vegna glímir Hrafnkell Sigurðsson við náttúruna eins og sá sem veit sig vera óaðskiljanlegan hluta hennar í einu og öllu. Hann spennir hornótt og áberandi tjöld sín - framandi aðskotahluti í líkingu við samhverfar geimstöðvar eða austurlenskar pagóður - andspænis mjallhvítri fönninni alltumlykjandi. Leikur hans í náttúrunni einkennist af ögrandi hvatskeytni af því umgjörðin getur ekki fylgt honum eftir í reglufestu en verður að láta sér nægja að vera hlutlaus bakgrunnur sviðsetninga hans. Innri náttúra mannsins birtist hins vegar í öllu sínu veldi í myndbandinu Buchers´ Duel, einvígi tveggja samhverfra slátrara, hangandi á krókum í lausu lofti eins og stríðandi samúræjar í pastelleitum frystihússbúningum á svörtum bakgrunni, tilbúnir að vega hvor annan með breddum sem fá þó aldrei snortist.
Annars konar gestaþraut birtist nú í Loftnetum Hrafnkels, sumpart framhaldi af Fæðingu guðanna, sem hann setti upp í Ásmundarsal 2020 í formi myndbandssnöru á 5 LED-skjám. Hvort tveggja er afrakstur ótal ferða upp á hátind Skálafells, allt frá 2017, þar sem loftnetin þjóna sem grindur til að veiða mjöllina sem á þær hleðst með tilviljanakenndum hætti. Hliðstæðan við burðarteina myndhöggvarans sem hleður þá leir virðist augljós. Munurinn er sá að Hrafnkell kemur hvergi að sjálfri formmótuninni heldur lætur sér nægja að skrásetja ágang veðuráttunnar, afleiðingu náttúruaflanna og komast þannig sem næst almættinu án þess að slá eign sinni á áþreifanlega útkomuna.
Hrafnkell Sigurðsson (f. 1963) býr og starfar í Reykjavík. Hann útskrifaðist með MA-gráðu frá Goldsmiths College í London (2002) eftir nám við Jan van Eyck Listaakademíuna í Maastrict (1988-1990) og Myndlista- og handíðaskóla Íslands (1987). Að eigin sögn leggur hann til form sem náttúran byggir á, tekur af þeim ljósmyndir sem hann vinnur svo áfram í tölvu, að hluta til með aðstoð gervigreindar. Mannshöndin, náttúruöflin og stafræn tækni renna saman í heildrænt ferli þar sem endanleg niðurstaða birtist í formi ljósmyndaverka.