The logic in the works of Hrafnkell Sigurðsson is clear and unsparing. Man-made objects are explicitly set in a natural environment so that they protrude from it colouristically and formally. With series, which deal with a specific view, method or a scene, he emphasizes the dramatic prominence of reality, how it unveils itself by virtually forcing itself upon the spectator in order to draw his attention to the points of importance. To look and see demands faculties which both open our eyes to our surroundings and our minds to the nature and meaning of the things observed. It is contradictory to speak of opening someone’s eyes to something since it implies that they generally keep their eyes shut.
Hrafnkell Sigurðsson seems to sense this contradiction keenly enough since he manages to show how we perceive things, not neutrally but by investing a part of ourselves in our attention. Signification takes place when a spectator adds his intellectual share to his observation. This is why no two individuals perceive things in the same way although their faculties perceive them identically. It is for instance above dispute that the pink tent in Sigurðsson’s Untitled photo from 2000, is pink. Two average spectators would probably reply to the question of colour in the same way. Asked why the artist had taken the photo might however confound them. To focus one’s attention on something special in the vicinity is never without signification.
Sigurðsson lets us experience what it means to perceive things. That is why it is difficult to find words to describe his pictures. A small quip, such as taking a landscape and transforming it into a symmetrical image turns the cliffs in the series Mirrored Landscapes from 1996, into something totally different, perhaps Fantasies on Yggdrasill or The Christmas Light by the Symbolist sculptor Einar Jónsson, with the aspect of a beautiful but fearful altar of nature. Jónsson was captivated by the lava around Galtafell, his place of birth, in the south of Iceland, particularly the cliffs called Setberg, which may have given him the idea of Hnitbjörg, the name of his museum and home.
Hnitbjörg, or steep cliffs, is a correct expression for Sigurðsson’s imaginary mirror landscape, which in the Eddic hermeneutics of 13th century poet and chieftain Snorri Sturluson was the name given to the home of Suttungur the giant, guardian of the magical mead, which turned ordinary poets into laureates if they drank from it. Mirrored Landscapes could hardly be better indicators of the giant’s dwellings as he seems to appear as a guardian in the middle of the photos.
Since then Sigurðsson’s art has evolved dramatically without forsaking any of its former principles. By simply mirroring the landscape he showed that nature is generally considered to be an environment unspoilt by human endeavour. Everything else is the work of mankind and despite the fact that man is originally a natural phenomenon he is not considered to be a part of it in the same way as the mountain, snow or the sky. Since man is a reflective being he separates himself from nature, which supposedly means that the ability to think distinguishes him from nature. All human enterprise, even criminal, are premeditated except when the actor is deranged.
In the works that followed Sigurðsson continued to distinguish clearly between culture and nature, as for instance in the series Mountains in town from 1998, where amassed piles of snow on the streets of the suburbs assume the aspect of mountains or glaciers, contrasting with the asphalt, the lightpoles and the houses in the background. Vivid Tents from 2000–2001 bring the scene from town out into snowy nature where pop tents in different colours in shifting light fill the centre just as spacecrafts had landed on an icy planet.
Buildings from 2002-2004 are yet another of Sigurðsson’s series where the harshness of culture and nature come together in half-built houses and appartment blocks which seem to pop up from the ground, crude and cold, some of them still under construction without matching the surroundings. These were followed shortly afterwards by the series Vivid Garbage and Conversions, from 2006. The same year he exhibited the series Crew, the outfit of fishermen, in the isle of Grótta, and in 2008, the video “7 x 7”, in the swimming pool of Eiðar the boarding school and cultural complex in East-Iceland. The same year saw Uplift, a series of clusters of garbage bags against a black background, and this year A Duel of Butchers (A work for a forsaken slaughterhouse) is his most recent. All these works display a striking colourism where gleaming outfit, garbage bags and kaleidoscopic symmetries of plastic bags unveil the “painter” Hrafnkell Sigurðsson.
A firm technique, symmetries in form of Rorschach’s ink mirrorings and sharp contrasts emphasize the rhythmic dancing chorus of orange outfits at Kárahnjúkar, in “7 x 7”, who might be chanting an old fisherman’s rhyme in order to keep warm. Another Rorschach symmetry formed by two samurai-butchers in A Duel of Butchers is reminiscent of the cool and minimalistic Japanese aesthetics where it meets Icelandic Eddic poetry and sagas. The harsh logic of the Olympian gods is still relevant in a new millennium. The artist’s finger prints and anagrammatic initials underscore his explicit assumptions.
Halldór Björn Runólfsson
Rökfræðin í verkum Hrafnkels Sigurðssonar er skýr og óvægin.
Manngerðum hlutum er komið fyrir í náttúrulegu rými með afgerandi hætti svo að þeir skera sig litrænt og formrænt úr umhverfinu. Með myndröðum, sem snúast um afmarkaða sýn, aðferð eða atriði, undirstrikar hann dramatískar áherslur tilverunnar, dregur athygli áhorfandans að því sem skiptir mestu máli, hvernig veruleikinn gerir vart við sig og kallar beinlínis á hann. Að sjá og horfa krefst gáfu sem í senn opnar augu manna fyrir umhverfinu og huga þeirra fyrir eðli eða merkingu þess sem vekur þá til umhugsunar. Það er í sjálfu sér mótsagnakennt að tala um að opna augu manna fyrir einhverju af því að með því er látið í veðri vaka að þeir séu að jafnaði með augun lokuð.
Hrafnkell virðist skynja þessa mótsögn einkar vel því honum tekst að sýna fram á það hvernig við nemum hlutina, ekki hlutlaust heldur með því að gefa hluta af sjálfum okkur í athyglina. Þannig verður merkingin til, þegar áhorfandinn gefur skerf af huga sínum í það sem hann nemur með augunum. Það er ástæðan fyrir því að engir tveir menn sjá hlutina með sama hætti þó svo sjáöldur þeirra nemi þá skynrænt eins. Það fer til dæmis ekki milli mála að bleika tjaldið í Nafnlausri ljósmynd Hrafnkels frá aldamótunum síðustu er bleikt. Tveir sæmilega glöggir áhorfendur mundu áreiðanlega svara spurningu um litinn með sama hætti. Væru þeir hins vegar spurðir að því hvers vegna listamaðurinn hefði tekið myndina mundi þeim áreiðanlega vefjast tunga um tönn. Að beina athyglinni að einhverju sérstöku í umhverfinu er aldrei marklaus athöfn.
Hrafnkell lætur okkur finna fyrir því hvað það er að skynja hlutina. Það er þess vegna sem erfitt er að koma orðum að því sem fyrir augu ber í myndum hans. Lítill smellur eins og sá að taka landslag og búa til úr því samhverfa mynd umbreytir hömrunum í myndröðinni Speglað landslag frá 1996, í eitthvað allt annað, ef til vill Óra Yggdrasils eða Jólaljósið eftir Einar Jónsson, með ásýnd ægifagurs en ógnvekjandi altaris náttúrunnar. Einar varð fyrir miklum áhrifum af hrauninu í kringum Galtafell í Hrunamannahreppi, einkum Setbergi sem mögulega ýtti undir hugmyndina um Hnitbjörg sem nafn á safni hans og heimili.
Hnitbjörg, eða þverhnípi, er einmitt réttnefni yfir ímyndað skuggsjárlandslag Hrafnkels en í Snorra-Eddu voru Hnitbjörg höfð um heimkynni Suttungs jötuns. Speglað landslag eru einmitt jötunheimar með réttu því ekki ber á öðru en að það glitti í bergrisann fyrir miðjum myndunum.
Síðan er mikið vatn runnið til sjávar en eftir standa ýmis grunnatriði óhögguð í verkum Hrafnkels. Með því einfalda bragði að spegla landslagið sýndi hann fram á það að náttúran er að flestra mati umhverfi sem hugur og hönd hafa ekki spillt. Allt annað er mannanna verk, og þó svo að maðurinn sé náttúrulegt fyrirbæri að upplagi er hann ekki talinn til náttúrunnar með sama hætti og fjallið, fönnin eða skýin. Þar sem maðurinn er hugsandi vera sker hann sig úr náttúrunni, sem væntanlega þýðir að hæfileikinn til að hugsa aðskilur hann frá náttúrunni. Öll mannanna verk, jafnvel óhæfuverk, eru ráðgerð, nema því aðeins að gerandinn sé viti sínu fjær.
Í verkunum sem á eftir fylgdu hélt Hrafnkell áfram að gera skýran greinarmun á menningu og náttúru, svo sem í myndröðinni Fjöll í bæ frá 1998, þar sem uppsafnaðir snjóhraukar á götum borgarhverfanna taka á sig yfirbragð fjalla eða jökla í mótsögn við malbikið, ljósastaurana og íbúðarhúsin í bakgrunni. Vivid Tents frá 2000-2001 færa sviðið frá borg út í snævi þakta náttúruna þar sem spennt kúlutjöld í alls konar litum við mismunandi birtuskilyrði fylla miðsviðið rétt eins og geimfar væri lent á snævi þakinni plánetu.
Nýbyggingar frá 2002-2004 er enn ein myndröð Hrafnkels þar sem harka menningar og náttúru mætast í hálfköruðum byggingum og blokkum sem virðast spretta upp úr mölinni, hráar og kuldalegar, sumar enn með stillansana utanáliggjandi, án þess að eiga sér fyrirheit í landslaginu. Rétt á eftir fylgdi svo myndröðin Vivid Garbage og Conversion-myndröðin, fram til 2006. Sama ár sýndi hann myndröðina Áhöfn, sjóstakka, í Gróttu og myndbandið “7 x 7“ í sundlauginni á Eiðum, 2008. Og aftur sama ár varð til Uplift, myndröð af bundnum sorppokum andspænis svörtum bakgrunni og á þessu ári rekur Einvígi (Verk fyrir yfirgefið sláturhús) lestina, að þessu sinni tengt sláturhúsi Egilsstaða.
Öll bera þessi verk órækt vitni afgerandi litameðferðar þar sem glansandi vinnugallar, ruslapokar og samhverfur af plastpokum varpa óvæntu ljósi á „málarann“ Hrafnkel. Örugg tækni, samhverfur í anda blekklessuspeglana svissneska sálkönnuðarins Hermanns Rorschach og skerandi andstæður undirstrika ryþmískan danskór appelsínustakkanna á Kárahnjúkum í “7 x 7“, sem gætu verið að kyrja „Austankaldinn á oss blés ...“ til að halda á sér hita. Rorschach-samhverfa tveggja samúræ-slátrara í Einvígi minnir að sama skapi á ískalda og tálgaða japanska fagurfræði þar sem hún mætir fornkvæðum okkar og sögum. Hörkuleg rökfræði Ólympsgoðanna er enn í fullu gildi þótt komið sé fram á nýtt árþúsund. Fingrafar og anagrammískt fangamark listamannsins undirstrika staðhæfingar þessara afdráttarlausu ályktana hans.
Halldór Björn Runólfsson